Citan sendibíll

Nýr Citan sendibíll. Feels giant.

Nýr Citan.

Nýr Citan hefur marga hæfileika: Hann er nettur að utanverðu en um leið með rúmgott hleðslu- og ökumannsrými. Hann sameinar mikla burðargetu og lipra aksturseiginleika. Þægilegt bílstjórasætið og fjölmargir möguleikar til að laga bílinn að verkefninu hverju sinni auðvelda þér vinnuna.

Nýr Citan: Hlaut verðlaunin International Van of the Year Award 2022.

Mercedes-Benz Citan setur ný viðmið: Kostir hans á sviði skilvirkni, öryggis, sjálfbærni og umhverfisverndar sannfærðu alla 25 meðlimi alþjóðlegu dómnefndarinnar. Nefndin prófaði 14 nýjar bílgerðir í flokki léttra atvinnubíla og gaf þeim einkunn. Niðurstaðan var einróma: Citan hreppti fyrsta sætið!

Hápunktar.

  1. Gæði
  2. Virkni
  3. Öryggi
  4. Áreiðanleiki
Gæðin eru einkennandi fyrir vörumerkið, sem þú bæði finnur og sérð.

Hrífandi útlit og mikil þægindi fara saman í nýja Citan. Einkennandi hönnun ytra byrðisins sker sig úr fjöldanum. Þegar stigið er inn tekur stílhreint innanrýmið á móti þér. Fjöldinn allur af þægindabúnaði sem er einkennandi fyrir vörumerkið og þekkist frá öðrum framleiðsluröðum gerir nýja Citan að sannkölluðum Mercedes-Benz.

Sér einnig um verkefnin þín í flutningum.

Í nýja Citan er að finna margar góðar hugmyndir sem geta auðveldað störf þín: Rúmgott hleðslurýmið má nota á sveigjanlegan hátt og hefur mikla burðargetu. Innanrýmið er sérlega vinnuvistvænt: allt frá sterkbyggðum sætum til einfalds stjórnbúnaðar og hentugra geymsla.

Algjör sérfræðingur þegar kemur að öryggi.

Þú og farþegar þínir eruð ávallt örugg á ferðinni í Citan. Öryggi er staðalbúnaður, meðal annars með sex öryggispúðum. Þú getur nýtt þér aðstoð fjölmargra aðstoðarkerfa þegar þú vilt.

Alltaf til staðar þegar á þarf að halda.

Nýr Citan er áreiðanlegur eins og vænta má af Mercedes-Benz og sannar gildi sitt með sterkbyggðum efnum og vönduðum frágangi. Áður en hann kemur til þín hefur bíllinn sannað styrk sinn í krefjandi sumar- og vetrarprófunum á vegum Mercedes-Benz og einnig komist í gegnum strangar tæringarprófanir.

Ótrúlega gott rými.

Hleðslurýmið í nýja Citan er með lágan hleðslukant og er því mjög aðgengilegt, svo þú átt enn auðveldara með að hlaða í hann farmi og taka úr: Þökk sé mikilli breidd hleðslurýmisins á milli hjólaskálanna geturðu til dæmis komið vörubrettum fyrir á einfaldari hátt. Farmi er hlaðið inn í Citan inn um tvöföldu, misstóru afturhurðirnar, sem eru staðalbúnaður. Hægt er að óska eftir rennihurðum vinstra og hægra megin sem og gluggum í afturhurðum og afturhlera með glugga.
Hleðsluflötur
Rúmtak hleðslurýmis
Lengd hleðslurýmis
Hámarkshleðsla
2,35 m2
2,5 - 2,9 m3
1806 mm
782 kg

Margar góðar hugmyndir sem auðvelda þér vinnuna.

Rýmið fyrir framsætisfarþega sýnir hve sveigjanlegur nýi Citan-sendibíllinn er: Ef þið eruð oft þrjú á ferðinni pantarðu tveggja sæta farþegabekkinn. Ef þú þarft stundum meira pláss fyrir farminn getur valfrjálsa samfellanlega farþegasætið með farmgrind komið að góðum notum til að láta langa hluti passa inn. Einnig gerir einföld hönnun Mercedes-Benz á stjórntækjum og mælum alla notkun sendibílsins leikandi létta.


Flytur stafræna heiminn til bílsins.

Viltu að vinnudagurinn sé afkastamikill og afslappaður en að auðvelt sé að ná í þig á sama tíma? Einingaskipta upplýsinga- og afþreyingarkerfið í nýja Citan bílnum veitir þér stuðning með nákvæmlega þeim eiginleikum sem þér þykja mikilvægir. Hápunkturinn er MBUX-margmiðlunarkerfið með leiðsögukerfi og tengingu fyrir snjallsíma.

Mercedes-Benz User Experience

MBUX lætur þig upplifa margmiðlun á nýjan hátt í bílnum. Þetta á við um margvíslega virkni og nettengingu sem og mismunandi aðferðir til að stjórna margmiðlunarkerfinu.

Snertiskjár

Þú stjórnar margmiðlunarkerfinu með 17,8 cm (7 tommu) snertiskjánum í háskerpu á sama hátt og þú hefur vanist að stjórna snjallsímanum þínum. Önnur leið til að stjórna eru takkarnir á aðgerðastýrinu.

„Hey Mercedes“

Nóg er að segja „Hey Mercedes“ til að kveikja á raddstýringunni og stjórna margmiðlunarkerfinu þannig á þægilegan hátt.

Meiri afköst í vinnunni með snjallri nettengingu.

Upplýsinga- og afþreyingakerfið í nýja Citan er með lausn á nánast öllu: Viltu komast fljótar á áfangastað með hjálp nýjustu umferðarupplýsinga og hlaða símann þinn þráðlaust? Eða viltu stjórna valfrjálsa MBUX-margmiðlunarkerfinu með snertiskjá í háskerpu, hnöppunum á aðgerðastýrinu eða með raddstýringu? Allt er mögulegt. Tengimöguleikarnir frá Mercedes me eru einnig nýjung því með þeim eru valkostir hvað varðar upplýsingar og afþreyingu nær ótakmarkaðir, og þar að auki eykst öryggið í netta sendibílnum þínum.

Citan-sendibíll

MBUX-margmiðlunarkerfið

Citan-sendibíll

Þráðlaust hleðslukerfi fyrir fartæki

Upplifðu Citan.

Tákn fyrir Panta reynsluakstur

Panta reynsluakstur.

Skráðu þig núna og aktu af stað
Frekari upplýsingar
Tákn fyrir Finna söluaðila

Finna söluaðila.

Í nágrenni við þig
Frekari upplýsingar