Nýr Citan sendibíll. Feels giant.
Nýr Citan.
Nýr Citan: Hlaut verðlaunin International Van of the Year Award 2022.
Mercedes-Benz Citan setur ný viðmið: Kostir hans á sviði skilvirkni, öryggis, sjálfbærni og umhverfisverndar sannfærðu alla 25 meðlimi alþjóðlegu dómnefndarinnar. Nefndin prófaði 14 nýjar bílgerðir í flokki léttra atvinnubíla og gaf þeim einkunn. Niðurstaðan var einróma: Citan hreppti fyrsta sætið!
Hápunktar.
Hrífandi útlit og mikil þægindi fara saman í nýja Citan. Einkennandi hönnun ytra byrðisins sker sig úr fjöldanum. Þegar stigið er inn tekur stílhreint innanrýmið á móti þér. Fjöldinn allur af þægindabúnaði sem er einkennandi fyrir vörumerkið og þekkist frá öðrum framleiðsluröðum gerir nýja Citan að sannkölluðum Mercedes-Benz.
Í nýja Citan er að finna margar góðar hugmyndir sem geta auðveldað störf þín: Rúmgott hleðslurýmið má nota á sveigjanlegan hátt og hefur mikla burðargetu. Innanrýmið er sérlega vinnuvistvænt: allt frá sterkbyggðum sætum til einfalds stjórnbúnaðar og hentugra geymsla.
Þú og farþegar þínir eruð ávallt örugg á ferðinni í Citan. Öryggi er staðalbúnaður, meðal annars með sex öryggispúðum. Þú getur nýtt þér aðstoð fjölmargra aðstoðarkerfa þegar þú vilt.
Nýr Citan er áreiðanlegur eins og vænta má af Mercedes-Benz og sannar gildi sitt með sterkbyggðum efnum og vönduðum frágangi. Áður en hann kemur til þín hefur bíllinn sannað styrk sinn í krefjandi sumar- og vetrarprófunum á vegum Mercedes-Benz og einnig komist í gegnum strangar tæringarprófanir.
Ótrúlega gott rými.
Margar góðar hugmyndir sem auðvelda þér vinnuna.
Stuðningur og fyrirhyggja í hinum ýmsu aðstæðum í umferðinni.
ATTENTION ASSIST
Sex öryggispúðar
Hemlunaraðstoð
Hliðarvindshjálp
Neyðarkallskerfi Mercedes-Benz
Meiri afköst í vinnunni með snjallri nettengingu.
Upplýsinga- og afþreyingakerfið í nýja Citan er með lausn á nánast öllu: Viltu komast fljótar á áfangastað með hjálp nýjustu umferðarupplýsinga og hlaða símann þinn þráðlaust? Eða viltu stjórna valfrjálsa MBUX-margmiðlunarkerfinu með snertiskjá í háskerpu, hnöppunum á aðgerðastýrinu eða með raddstýringu? Allt er mögulegt. Tengimöguleikarnir frá Mercedes me eru einnig nýjung því með þeim eru valkostir hvað varðar upplýsingar og afþreyingu nær ótakmarkaðir, og þar að auki eykst öryggið í netta sendibílnum þínum.