Mercedes-Benz Marco Polo | Mercedes-Benz-ferðabílar

Lýsandi stjarna á himni ferðalagsins:
Marco Polo-frístunda- og ferðabíll.

Make your Move.

Frítíminn verður einstakur. Bíllinn er það nú þegar.

Bless hversdagslíf, halló ævintýri.

Hvort sem þú vilt skella þér í skottúr eða í sportið: Með Marco Polo standa þér til boða sveigjanlegir og þægilegir frístunda- og ferðabílar sem hjálpa þér að lifa lífinu til fulls. Þeir bjóða upp á kjörskilyrði til þess með úthugsaðri rýmishönnun með fjölda hagnýtra smáatriða sem og með framúrskarandi þægindum, glæsilegri hönnun og einstökum vistarverum. Stígðu inn og láttu hrífast af Marco Polo, Marco Polo HORIZON eða Marco Polo ACTIVITY.

Marco Polo. Ferðabíll og sælureitur í senn.

  • MBUX og MBAC setja ný viðmið þegar kemur að upplýsingum, afþreyingu og stjórnunarmöguleikum
  • Undirvagn með AIRMATIC-loftfjöðrun getur aukið þægindi í akstri og á ferðalögum
  • Alhliða útilegubúnaður með eldunaraðstöðu, innbyggðu kæliboxi, vaski með tanki fyrir ferskt vatn og skólp sem og vandaðar, breytilegar innréttingar með felliborði
  • Tveggja manna sætisbekkur sem þægilegur legubekkur með raf- og loftknúnum sætisbökum sem má fella niður hvort um sig og hækkanlegt þak með þægilegu þakrúmi með svefnaðstöðu fyrir allt að fjóra
  • Þrjár kraftmiklar og sparneytnar dísilvélar með 9G-TRONIC-sjálfskiptingu
  • Þægilegt aðgengi að farangursrýminu um EASY-PACK-afturhlerann sem opnast bæði og lokast á rafdrifinn hátt
[*] Frekari upplýsingar um uppgefna eldsneytisnotkun og um uppgefna sértæka CO2-losun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO2-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, CO2-losun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem hægt er að fá ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH (www.dat.de).