Nýr eSprinter | Mercedes-Benz atvinnubílar
Útfærðu nýja eSprinter nákvæmlega eftir þörfunum í þínum rekstri.

Fyrstu kynni: Nýr eSprinter.

100% rafknúinn. Einstaklega afkastamikill. Gerður fyrir margbreytilega notkun. Kynntu þér fyrstu upplýsingarnar um fjölhæfasta rafknúna sendibíl Mercedes-Benz frá upphafi.

Fjölhæfur og spennandi.

Tvenns konar mótorútfærslur, þrjár mismunandi rafhlöður og tvær lengdarútfærslur – sem sendibíll og grindarbíll. Drægni á rafmagni er allt að 400 kílómetrar samkvæmt WLTP staðli.

 

Öflugur grunnur, ótrúlega fjölbreyttir möguleikar.

Útfærðu nýja eSprinter nákvæmlega eftir þörfunum í þínum rekstri. Í boði eru fjölbreyttari möguleikar en nokkru sinni fyrir sendibíl frá Mercedes-Benz. Tvenns konar byggingarlag sem hvort um sig er í boði í tveimur lengdarútfærslum, þrjár mismunandi stærðir rafhlöðu og mikil burðargeta gera nýja eSprinter að spennandi grunni fyrir margs konar viðbætur og yfirbyggingar.
Útfærðu nýja eSprinter nákvæmlega eftir þörfunum í þínum rekstri.
 • DC-hleðsla 115 kW

  DC-hleðsla 115 kW

  Hægt er að hlaða rafhlöðu bílsins í hvelli með allt að 115 kW og nýta tímann þannig betur.
 • Forhitun og -kæling

  Forhitun og -kæling

  Njóttu þess að hafa þægilegt hitastig í bílnum þegar þú sest undir stýri. Með forhitun og -kælingu er hægt að kynda og kæla bílinn eftir þörfum á meðan hann er í hleðslu og sjá þannig til þess að rafhlaðan sé fullhlaðin þegar ekið er af stað.
 • Þrenns konar háspennurafhlöður

  Þrenns konar háspennurafhlöður

  Hægt er að velja úr þremur mismunandi rafhlöðum með 56, 81 eða 113 kWh nýtilega rýmd til að ná sem bestu jafnvægi milli drægis, burðargetu og kostnaðar hverju sinni.

Kynntu þér hvað MBUX er til lista lagt.

Nýr eSprinter stendur einnig fyrir sínu þegar kemur að stafrænum eiginleikum, upplýsingum og afþreyingu: Hann er búinn framsækna kerfinu Mercedes-Benz User Experience (MBUX) með nýjustu kynslóð hugbúnaðar, sem hefur hingað til aðeins verið í boði í fólksbílum frá Mercedes-Benz. Margs konar eiginleikar og þjónustur aðstoða þig við notkun rafbílsins á degi hverjum.
Nýi eSprinter stendur einnig fyrir sínu þegar kemur að stafrænum eiginleikum, upplýsingum og afþreyingu: Hann er búinn framsækna kerfinu Mercedes-Benz User Experience (MBUX) með nýjustu kynslóð hugbúnaðar.
 • Aðgerðastýri

  Aðgerðastýri

  Með aðgerðastýrinu er hægt að stjórna aksturstölvunni, virkni bílsins og margmiðlunarkerfum á þægilegan hátt með snertihnöppum eða hnöppum án þess að taka hendurnar af stýrinu.
 • Akstursleiðsögn með Electric Intelligence

  Akstursleiðsögn með Electric Intelligence

  Akstursleiðsögn sem er sniðin að rafknúnum akstri: Við útreikning á akstursleið er tekið tillit til raforkunotkunar og akstursskilyrða og reiknað út hvenær best er að stoppa til að hlaða bílinn.

Afköstin í fyrirrúmi.

Nýi eSprinter er gerður til að skila sem mestum afköstum. Ný rafknúin aflrásin með samfasa mótor var hönnuð frá grunni til að skila miklu afli og sem mestum afköstum. Öflug endurnýting orku veitir rafmagni aftur inn á rafhlöðuna þegar fóturinn er tekinn af inngjöfinni – í samræmi við akstursskilyrði hverju sinni.